Það er ekki möguleiki að Liverpool muni fá til sín miðjumanninn Jude Bellingham í janúarglugganum.
Þetta segir félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano en hann er með meiri þekkingu í þessum málum en flestir aðrir.
Bellingham er leikmaður Dortmund í Þýskalandi og er einn allra efnilegasti leikmaður heims.
Liverpool er talið vera næsti áfangastaður Bellingham en að sögn Romano mun það ekki gerast í byrjun 2023.
,,Bellingham í janúar? Nei. Það er eitthvað fyrir næsta sumar og Liverpool verður þar ásamt öðrum stórliðum,“ sagði Romano.