Chelsea er til í að leyfa framherjanum Romelu Lukaku að vera áfram hjá Inter á næstu leiktíð. Mirror segir frá.
Hinn 29 ára gamli Lukaku sneri aftur til Chelsea sumarið 2021 frá Inter. Hann kostaði næstum hundrað milljónir punda.
Belginn stóð hins vegar engan veginn undir væntingum og var lánaður til Inter á ný í sumar.
Samkvæmt samningi á Lukaku að snúa aftur til Chelsea í sumar. Lundúnafélagið er þó alveg til í að leyfa honum að vera áfram í ítölsku höfuðborginni á láni.
Samningur Lukaku við Chelsea gildir til ársins 2026. Hann á því enn þrjú ár eftir af honum næsta sumar. Chelsea sér greinilega ekki fram á að selja hann þá því félagið er til í að lána hann áfram til Inter.
Það eru allar líkur á því að Chelsea tapi hressilega á kaupum sínum á Lukaku í fyrra.