Antony, leikmaður Manchester United, ætlaði að skella sér út að borða á fínu steikhúsi í Manchester en varð fyrir vonbrigðum þegar hann komst að því að engin borð voru laus á staðnum.
Brasilíski kantmaðurinn hafði verið að versla í borginni allan daginn með kærustu sinni, Rosilene Silva. Þau höfðu til að mynda skellt sér í Louis Vuitton og voru með poka merkta búðinni.
Eftir langan dag í verslunum ætluðu þau út að borða á fínu steikhúsi. Sem fyrr segir varð þeim hins vegar ekki að ósk sinni.
Antony og Silva eru bæði 22 ára gömul. Þau hafa verið saman frá því þau voru unglingar í Brasilíu. Hún fylgdi honum til Ajax og nú til United, þangað sem hann var keyptur fyrir um 85 milljónir punda í sumar.
Kantmaðurinn hefur farið vel af stað með United og skorað þrjú mörk í fimm leikjum.