fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
433Sport

Skilur dimma dalinn sem Jóhann Berg hefur verið í – „Margir hafa afskrifað hann“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. október 2022 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vincent Kompany stjóri Burnley segist þekkja þann dimma stað sem Jóhann Berg Guðmundsson, kantmaður Burnley hefur verið á vegna meiðsla.

Jóhann var lengi fjarverandi á síðustu leiktíð vegna meiðsla en hefur á þessu tímabili verið í hóp og spilað í flestum leikjum Burnley.

„Ég er ánægður fyrir hans hönd því ég veit nákvæmlega hvar hann hefur verið,“ sagði Kompany.

Kompany glímdi við mikið af meiðslum um tíma hjá Manchester City þar sem hann var fyrirliði.

„Ég veit hversu dimmur dalur það getur verið fyrir atvinnumann með jafn mikla hæfileika eins og hann.“

Jóhann var á skotskónum hjá Burnley í miðri viku gegn Birmingham en hann var að skora sitt fyrsta mark í tuttugu mánuði.

„Ég skil stöðu hans vegna þess að ég hef verið í hans stöðu sem atvinnumaður. Ég get tengt við þetta.“

„Margir hafa afskrifað hann og breytt skoðun sínu á hann. Markið er gott, hann mun alltaf njóta þess að skora. Eftir langa fjarveru er það mikilvægasta að vera í hópnum. Þú lærir að meta litlu hlutina, að æfa á hverjum degi og leggja þitt að mörkum eins og Jóhann hefur gert. Svo er að vaxa og komast í liðið, það er besta leiðin.“

„Svo lengi sem hann er þolinmóður, skilar sínu á æfingum og í leikjum þá er það gott. Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu færsluna: Pogba mikill aðdáandi leikmanns United – ,,Goðsögn“

Sjáðu færsluna: Pogba mikill aðdáandi leikmanns United – ,,Goðsögn“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Keyrði á 160 kílómetra hraða með blöðru í munninum – Konan var með símann á lofti

Keyrði á 160 kílómetra hraða með blöðru í munninum – Konan var með símann á lofti
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þarf 72 mörk til viðbótar

Þarf 72 mörk til viðbótar
433Sport
Í gær

Þetta hefur mikið að segja um hvort hann fari til Arsenal

Þetta hefur mikið að segja um hvort hann fari til Arsenal
433Sport
Í gær

Sjáðu hvað Rashford setti á Instagram eftir að hann var valinn í hópinn

Sjáðu hvað Rashford setti á Instagram eftir að hann var valinn í hópinn
433Sport
Í gær

Líklegt fyrsta byrjunarlið Thomas Tuchel með enska landsliðið

Líklegt fyrsta byrjunarlið Thomas Tuchel með enska landsliðið
433Sport
Í gær

Real Madrid vill kaupa Enzo og Chelsea er til í að skoða skipti á leikmönnum

Real Madrid vill kaupa Enzo og Chelsea er til í að skoða skipti á leikmönnum