fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
433Sport

Davíð Smári gaf allt sem hann átti og er stoltur

433
Laugardaginn 22. október 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Smári Lamude nýr þjálfari Vestra í Lengjudeild karla var gestur í íþróttavikunni hjá Benna Bó á Hringbraut á föstudagskvöld.

Davíð hefur síðustu ár unnið magnað starf hjá Kórdrengjum og komið liðinu upp úr neðstu deild upp í næst efstu deild. Eftir gott starf þar ákvað hann að taka skrefið til Vestra á Ísafirði.

„Mér finnst ég hafa gefið Kórdrengjum allt sem ég á, þennan tíma sem ég var þar. Það er mikið álag að vera með lið í næst efstu deild með fáa í kringum sig. Mig langar að segja, því þið og fleiri hafi talað um að ég sé andlit Kórdrengja. Og það má vel vera, en það er þarna fólk á bak við sem hefur lagt gríðarlega á sig. Þeir sem eru þarna hafa lagt mikið á sig,“ sagði Davíð um þá sem eru í stjórn félagsins og koma að því.

Kórdrengir eru ekki eins og öll önnur félög í Lengjudeildinni með heilt félag á bak við sig þar sem eru yngir flokkar og fleira í þeim dúr. Ævintýraþrá og samstaða vina hefur búið til eina ótrúlegustu sögu sem heyrst hefur í íslenskum fótbolta. Davíð hafði átt þátt í því að stofna Kórdrengi þegar liðið kom inn í fjórðu og neðstu deild hér á landi. Liðið var í tvö ár í þeirri deild en fór svo upp um þrjár deildir á þremur árum.

„Ég vil að það komi fram að ég er ekki einn á bak við þetta. Ég er gríðarlega stoltur af þessu, planið var alltaf að koma liðinu upp í Lengjudeildina. Ef ég myndi sjá þetta öfugt núna og upplifa Lengjudeldina, þá hefði mér ekki dottið í hug að þetta yrði. Maður hafði trú á þessu, við erum komnir þangað. Þetta hefur verið mikið ævintýri og mikið gengið á. Ég er mjög stoltur af þessu, allir sem hafa tekið átt í þessu geta verið mjög stoltir. Félagið er allt öðruvísi en önnur félög, leikmenn hafa lagt á sig gríðarlega mikla vinnu.“

Félagið hefur nú fasta búsetu í Safamýri en hefur síðustu ár flakkað á milli valla til að redda sér æfingatíma.

„Við vorum að eiga við mikið aðstöðuleysi, heimvallaleysi. Á þessu ári fengum við heimavöll í áttundu umferð, við gátum ekkert æft á okkar velli eða verið með klefa. Við fengum það í áttundu umferð, hvernig leikmenn tóku á því er ótrúlegt. Við vorum með æfingaplan einn dag í einu, við áttum að komast í Safamýri þegar Fram færi og það seinkaði. Við vorum aðstöðulausir sem það dróst. Við höfðum ekki æfingaplan nema einn dag í einu, maður sendi stundum samdægurs hvar æfingin yrði. Ég er stoltur af félaginu eftir þennan tíma, ég hef aldrei verið eins stoltur og á þessu tímabili.“

Umræðan er hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarliðin í enska boltanum – Rashford ekki með

Byrjunarliðin í enska boltanum – Rashford ekki með
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tjáir sig um slagsmál sem fáir hafa heyrt um: Var aðeins tímaspursmál – ,,Vorum að fá okkur í glas og hann endaði kvöldið með glóðarauga“

Tjáir sig um slagsmál sem fáir hafa heyrt um: Var aðeins tímaspursmál – ,,Vorum að fá okkur í glas og hann endaði kvöldið með glóðarauga“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

,,Sjáðu mamma, ég spilaði fótboltaleik í gær“

,,Sjáðu mamma, ég spilaði fótboltaleik í gær“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Töluðu við nýtt vitni sem hafði allt aðra sögu að segja: Vissi ekki að konan væri á staðnum – ,,Báðu öryggisverði um að fjarlægja hana“

Töluðu við nýtt vitni sem hafði allt aðra sögu að segja: Vissi ekki að konan væri á staðnum – ,,Báðu öryggisverði um að fjarlægja hana“
Hide picture