Íþróttavikan með Benna Bó verður á dagskrá Hringbrautar í kvöld klukkan 21:00 í kvöld.
Davíð Smári Lamude nýr þjálfari Vestra í Lengjudeild karla er gestur þáttarins ásamt Herði Snævar Jónssyni, fréttastjóra íþrótta hjá Torgi.
Davíð Smári og Hörður fara yfir fréttir vikunnar, íslenska boltann, þann enska. Þá verður einnig farið í Formúluna.
Á sínum stað er svo Viaplay vikan þar sem farið yfir helstu tilþrif á Viaplay í vikunni.
Stillið inn.