„Við erum að tala um 8-9 milljónir held ég,“ sagði Hjörvar Hafliðason, sjálfur Dr. Football um kaupverðið sem Breiðablik er að borga fyrir Alex Freyr Elísson.
Sagt er í þættinum að Breiðablik sé að kaupa hægri bakvörð Fram, lengi hefur verið vitað af áhuga Breiðabliks.
Alex Freyr er hægri bakvörður sem hefur átt fína spretti með Fram í Bestu deild karla.
„Hann gefur Blikum helling, Óskar var farin að breyta til með Höskuld. Honum vantar í þessa stöðu, Alex er með góða hæð. Góður sóknarlega og varnarlega,“ sagði Albert Brynjar Ingason.
Alex Freyr er hægri bakvörður sem virtist á leið til Víkinga fyrir ári síðan en félagið hætti á síðustu stundu við að semja við hann.