Það er óhætt að segja að tölur Erling Braut Haaland, framherja Manchester City, í nýjasta Football Manager, séu ógnvænlegar.
Leikurinn er gríðarlega vinsæll. Nýjasta útgáfa hans kemur út í næsta mánuði, nánar til tekið 8. nóvember. Haaland verður án efa ein af stjörnum leiksins.
Hann er með svakalegar tölur í mörgum þáttum leiksins og með fullt hús eða nálægt því í nokkrum.
Haaland hefur verið stórkostlegur fyrir City frá því hann kom til liðsins frá Dortmund í sumar. Norski framherjinn hefur engan aðlögunartíma þurft í ensku úrvalsdeildinni og er óstöðvandi fyrir flesta varnarmenn hennar.
Hér að neðan má sjá tölur Haaland í leiknum.
Ladies and gents. Erling Haaland in Football Manager 2023. pic.twitter.com/EtUwm0rtCn
— Out of Context Football Manager (@nocontextfm1) October 21, 2022