Gavi hefur hlotið nafnbótina Gulldrengur Evrópu. Þetta var staðfest í dag.
Hinn 18 ára gamli Gavi er leikmaður spænska stórveldisins Barcelona.
Þrátt fyrir ungan aldur er miðjumaðurinn fastamaður í liði Börsunga og hefur hann átt mjög gott ár.
Gavi hefur spilað alla leiki Barcelona í spænsku La Liga og Meistaradeild Evrópu það sem af er leiktíð.
Official. Pablo Gavi wins the Golden Boy Awards. ⭐️🇪🇸 #GoldenBoy2022 @GoldenBoyAwards ✨ pic.twitter.com/t6xyhGeLQu
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 21, 2022