„Já,“ sagði Erik ten Hag stjóri Manchester United þegar hann var spurður út í það hvort Cristiano Ronaldo hafi neitað koma inn á sem varamaður gegn Tottenham.
Ten Hag hefur ákveðið að refsa stjörnu liðsins fyrir hegðun hans á miðvikudag. Ronaldo neitaði þá að spila í sigri á Tottenham.
Til að bæta ofan á það þá fór Ronaldo af bekknum fyrir leikslok og yfirgaf leikvanginn áður en leikmenn voru komnir til klefans.
Í æfingaleik fyrir mót sást Ronaldo einnig yfirgefa leikvanginn fyrir leikslok. „Ég er stjórinn, ég ber ábýrgð á þeim kúltúr sem er hjá félaginu.“
„Ég verð að setja standarinn og gildi okkar. Eftir leikinn við Rayo Vallecano í sumar þá sagði ég að það væri óboðlegt að fara snemma.“
„Þegar þetta gerist í annað skipti þá verða að vera afleiðingar. Fótbolti er liðsíþrótt, þú verður að hafa gildi til að fara eftir.“
„Smáatriði eru á milli mín og Ronaldo, yfirlýsingin fer yfir þetta. Cristiano er áfram mikilvægur leikmaður í okkar áfram,“ sagði Ten Hag en Ronaldo þarf að æfa einn næstu daga og verður ekki í hóp gegn Chelsea á morgun.