fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
433Sport

Steinar hjólar í RÚV og vill sjá þetta gerast

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 21. október 2022 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinar Harðar­son, vinnu­verndar­ráð­gjafi, skrifar að­senda grein sem birtist í Frétta­blaði dagsins undir nafninu Blóð og leikar, þar sem hann tjáir sig um komandi Heims­meistara­mót í knatt­spyrnu sem hefst í Katar í næsta mánuði. Hann gagnrýnir RÚV fyrir að sýna frá keppninni.

„RÚV, út­­varp allra lands­manna, aug­­lýsir nú grimmt keppni í knatt­­spyrnu sem fram fer í haust. Það er nánar til­­­tekið heims­­meistara­­keppnin í fót­­bolta sem hefst í nóvember á þessu ári og er nú haldin í Katar. Það er á allra vit­orði að spilling og mútur urðu til þess að keppnin 2022 er haldin þar,“ skrifar Steinar.

Hann gagnrýnir meðferð á erlendu vinnuafli, sem byggði glæsilega velli sem notaðir verða á mótinu.

„Í þessu landi, Katar, vinna að­fluttir verka­­menn flest störf og þá sér­­stak­­lega þau erfiðu og hættu­­legu. Í landinu eru grund­vallar­mann­réttindi fótum troðin. Er­­lendir verka­­menn eru með­höndlaðir eins og bú­­fénaður. Á­­kvörðun um að halda þessa keppni í Katar er svartur blettur á stjórn al­­þjóða­­sam­­taka þessarar glæsi­­legu í­­þróttar, vin­­sælustu í­­þróttar í heimi, knatt­­spyrnunnar.“

Margir verkamenn hafa látið lífið við byggingu vallanna sem leikið verður á.

„Talið er að um ein og hálf milljón verka­manna hafi starfað við mann­­virkja­­gerð tengda HM í knatt­­spyrnu. Í saman­­tekt Guar­dian, sem byggir á upp­­­lýsingum frá heima­löndum farand­­verka­mannanna, kemur fram að um 6.500 verka­­menn hafi látið lífið við þessar fram­­kvæmdir. Ekki kom fram hve margir hafi slasast al­var­­lega en gera má ráð fyrir að þeir séu marg­falt fleiri.

Flest fórnar­lömbin eru frá Bangla­desh, Ind­landi, Pakistan, Nepal og Sri Lanka. Í keppninni verða leiknir 64 leikir. Það liggur því nærri að fyrir hvern leik hafi 101 farand­­verka­­maður látið lífið og mun fleiri slasast al­var­­lega. Finnst þjóðum heimsins þetta á­­sættan­­legar fórnir?“

Steinar skorar á RÚV, sem mun sýna frá mótinu, að gera eftirfarandi á meðan HM stendur, hafi stöðin ekki „mann­­dóm og sið­­ferðis­­þrek til þess að hætta við lýsingu frá þessum ömur­­lega við­burði“:

  • Í upp­hafi hvers leiks verði lesin upp 50 nöfn verka­manna sem látist hafa af slys­förum við byggingu mann­virkja HM 2022. Þá verði einnig því lýst hvernig dauða þeirra bar að höndum.
  • Í hálf­leiks­hléi verði lesin upp nöfn 51 verka­manns sem látist hefur af slys­förum við byggingu mann­virkja HM 2022. Það þýðir að 101 nafn er lesið upp í hverjum leik.
  • Með þessu móti verða, í 64 leikjum, lesin upp nöfn þeirra 6.500 verka­manna sem látist hafa við byggingu mann­virkja vegna HM í Katar.

Nánar um málið í Fréttablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ákvörðunin hafi komið á óvart – „Hann er að undirbúa það“

Ákvörðunin hafi komið á óvart – „Hann er að undirbúa það“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Salah jafnaði metið

Salah jafnaði metið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gríðarlega spenntur að fylgjast með Elmari Kára í deild þeirra bestu

Gríðarlega spenntur að fylgjast með Elmari Kára í deild þeirra bestu
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Afturelding, landsliðið og fleira með Magga Má

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Afturelding, landsliðið og fleira með Magga Má
433Sport
Í gær

Líklegt fyrsta byrjunarlið Thomas Tuchel með enska landsliðið

Líklegt fyrsta byrjunarlið Thomas Tuchel með enska landsliðið
433Sport
Í gær

Velta fyrir sér vali Arnars á tengdasyni tvíburabróður síns

Velta fyrir sér vali Arnars á tengdasyni tvíburabróður síns
433Sport
Í gær

UEFA skoðar að breyta reglum eftir vítið umdeilda á miðvikudag

UEFA skoðar að breyta reglum eftir vítið umdeilda á miðvikudag