Þetta sagði talsmaður Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseta, í gærkvöldi.
Ef stíflan verður sprengd þá mun það hafa í för með sér að bæir og þorp, sem standa við Dnipro, lenda undir vatni. Einnig er hætta á að vatn flæði inn í borgina Kherson.
Zelenskyy ávarpaði leiðtogafund ESB í gær og sagði þá að ef stíflan verði sprengd muni það hafa áhrif á mörg hundruð þúsund manns.
Úkraínumenn segja að Rússar hafi nú þegar lokið undirbúningsvinnunni til að geta sprengt stífluna og virkjunina.
Bandaríska hugveitan The Institute for the Study of War sagði á miðvikudaginn að Rússar væru að undirbúa jarðveginn fyrir að sprengja stífluna og ætli að kenna Úkraínumönnum um.