Á mánudaginn hrapaði rússnesk herþota á fjölbýlishús í Yeysk í Rússlandi. Að minnsta kosti fjórtán létust og nítján slösuðust. Nú fá íbúarnir greiddar bætur frá hinu opinbera vegna slyssins og nema þær sem svarar til um 25.000 íslenskra króna.
Allir 584 íbúar hússins sóttu um bætur og segjast yfirvöld nú vera að afgreiða þær. Hver og einn fær 10.000 rúblur, sem svara til um 25.000 íslenskra króna, í bætur að sögn Tass.