fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Ljóð fyrir augað

Fókus
Fimmtudaginn 20. október 2022 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýningin Ljóð fyrir augað verður opnuð í Hafnarfirði í dag kl. 18 í Litla Gallrý við Strandgötu 19.  

Sýningin „Ljóð fyrir augað“ er samvinnuverkefni myndlistarkonunnar Sossu, Margrétar Björnsdóttur, og ljóðskáldsins Antons Helga Jónssonar. Sossa og Anton Helgi hafa þekkst lengi og brallað margt; hún hefur málað myndir undir áhrifum frá ljóðum hans og hann hefur ort út frá myndum hennar. Á sýningunni „Ljóð fyrir augað“ eru verk sem hafa verið silkiprentuð á grafíkpappír og síðan fengið sér til fulltingis áþrykkta mynd og litríkar pensilstrokur.

Verkin á sýningunni eru unnin þannig að fyrst er ljóð silkiprentað á vandaðan grafíkpappir sem síðan er settur í pressu og þar þrykktur í hann rammi. Eftir það fer pappírinn aftur í pressuna og þá er þrykkt á hann mynd sem Sossa hefur rist í plötu. Hún fer síðan yfir myndina með pensli og litum. Sum ljóð geta verið prentuð í nokkrum eintökum en hvert verk er þó einstakt því engar myndir verða nákvæmlega eins. Ljóðin eru m.a. fengin úr Þykjustuleikunum, nýjasta verki skáldsins, en nokkur hafa þó aldrei birst í bók.

Markmiðið með verkefninu er að kanna nýja möguleika í listinni, láta reyna á samspil myndlistar og orða og spyrja: Getur ljóð lifað fyrir utan hið verndaða umhverfi bókarinnar? Geta grafíktækni og pensilstrokur hjálpað til við að gera ljóðið sjálft, form þess útlit að augnayndi?

Sossa nam við Myndlistar- og handíðaskóla Íslands, en fór í framhaldsnám til Danmerkur og seinna til Bandaríkjanna. Hún hefur haldið fjölda sýninga, bæði hér á landi og erlendis. Vefurinn sossa.is hefur að geymda meiri upplýsingar um verk hennar.

Anton Helgi Jónsson hefur í gegnum tíðina hlotið ýmiss verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, síðast Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar sem voru veitt í lok ágúst 2022. Á vefnum anton.is er hægt að lesa mikið af verkum skáldsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Í gær

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókarýni: Ljóslifandi 200 ára gömul harmsaga

Bókarýni: Ljóslifandi 200 ára gömul harmsaga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hverju skyldu útlendingar eiga bágt með að trúa um Ísland?

Hverju skyldu útlendingar eiga bágt með að trúa um Ísland?