fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fókus

Svona hefndi hún sín eftir að kærastan var henni ótrú – „Hún grenjaði úr sér augun“

Fókus
Fimmtudaginn 20. október 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona nokkur ákvað að ná sér niður á kærustu sinni eftir að upp komst um framhjáhald og ákvað svo að deila hefnd sinni á TikTok. Þetta er vinsælt afhæfi á samfélagsmiðlum og ætti fólk kannski að fara að hafa varann á ef þeir halda framhjá maka sem fylgist vel með TikTok hefðum.

Þessi tiltekna kona, Nicole Walker frá Englandi, sagði að henni hafi farið að gruna konu sína um græsku. „Ég bara var með þessa tilfinningu um að hún væri að fara á bak við mig.“

Nicole ákvað að beita brögðum til að komast að hinu sanna. „Ég skáldaði það upp að einn af vinum hennar hefði sagt mér sannleikann og hún svaraði: Hvaða vinur? Hvernig komstu að þessu?“

Það sem kom Nicole á sporið var að kærastan var farin að verja fleiri og fleiri nóttum án hennar, en þær hefðu áður varið hverri stund saman.

Þá var komið að Nicole að finna út hvernig hún ætlaði að svara fyrir framhjáhaldið. Hún ákvað að hitta vin sinn á veitingastað og leggja þar á ráðin.

„Ég veit ekki hvaðan ég fékk þessa hugmynd, ég hlýt að hafa séð þetta á netinu einhvers staðar,“ sagði Nicole.

Hún og vinurinn fóru saman í föndurbúð og keyptu þar það sem þeim vantaði. Síðan fór Nicole heim til kærustunnar, sem nú var orðin fyrrverandi kærasta, vitandi það að kærastan fyrrverandi væri ekki heima.

Hún tók svo sjálfa sig upp að ná fram hefndum. Hún hafði keypt glimmer í föndurbúðinni og dreifði því nú út um allt.

„Ég setti það alls staðar – ofan í eldhússkúffurnar, inn í ísskáp, inn í fyrsti. Ég setti það á rúmið því það er verst. Ég setti það á alla verstu staðina sem þú getur látið þér detta í hug. Það er erfitt að þrífa upp glimmer. Ég sendi henni myndbandið þegar ég gerði þetta fyrst. Hún grenjaði úr sér augun, hún var í miklu uppnámi.“

Síðan gaf Nicole þó upp að þær hefðu síðan náð sáttum og væru aftur byrjaðar saman í dag.

„Við byrjuðum aftur saman innan tveggja vikna. Hún bað mig afsökunar en ég sagði að ég hefði leyft reiðinni að ná yfirhöndinni. Ég sagði þó að hún hefði átt það skilið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Megi 2025 vera stútfullt af hlátri, skemmtilegum stundum og góðu kynlífi“

Vikan á Instagram – „Megi 2025 vera stútfullt af hlátri, skemmtilegum stundum og góðu kynlífi“
Fókus
Í gær

„Ég myndi ekki velja mér lífsþjálfa sem aldrei hefur fengið synjun á kortið“

„Ég myndi ekki velja mér lífsþjálfa sem aldrei hefur fengið synjun á kortið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jakob hraunar yfir skaupið og segir það orðið að „woke-helvíti“

Jakob hraunar yfir skaupið og segir það orðið að „woke-helvíti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prófaði að fylgja mataræði Katrínar hertogaynju

Prófaði að fylgja mataræði Katrínar hertogaynju
Fókus
Fyrir 4 dögum

Janúar áskorun Sunnevu – Segir þetta raunhæfari útgáfu af áskoruninni sem umbreytir fólki

Janúar áskorun Sunnevu – Segir þetta raunhæfari útgáfu af áskoruninni sem umbreytir fólki