fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
433Sport

Katrín Ásbjörns riftir samningi sínum í Garðabæ

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 20. október 2022 14:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framherjinn knái, Katrín Ásbjörnsdóttir hefur ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Stjörnuna. Þetta herma öruggar heimildir 433.is.

Katrín var ein af bestu leikmönnum Bestu deildar kvenna í sumar þegar Stjarnan náði nokkuð óvænt öðru sæti deildarinnar.

Katrín skoraði níu mörk í fimmtán leikjum en framherjinn fagnaði á þessu ári þrítugs afmæli sínu.

Óvíst er hvort Katrín endursemji við Stjörnuna eða skoði aðra kosti en líklegt er að önnur lið hafi mikinn áhuga á að semja við hana.

Katrín lék sína fyrstu leiki í meistaraflokki árið 2008 með uppeldisfélagi sínu KR en einnig hefur hún spilað með Þór/KA og Stjörnunni.

Hún hefur á ferli sínum spilað 19 A-landsleiki og skorað í þeim leikjum eitt mark.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn við fréttamann RÚV: „Mér finnst þú bara vera að búa til einhverjar áhyggjur úr þessu“

Þorsteinn við fréttamann RÚV: „Mér finnst þú bara vera að búa til einhverjar áhyggjur úr þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Markalaust jafntefli niðurstaðan gegn sterku liði Noregs

Markalaust jafntefli niðurstaðan gegn sterku liði Noregs
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þarf að verða einn launahæsti leikmaður Arsenal ef hann á að koma

Þarf að verða einn launahæsti leikmaður Arsenal ef hann á að koma
433Sport
Í gær

Spá fyrir Bestu deildina – 9. og 10. sæti: Mosfellingar halda sér en vonbrigði fyrir norðan

Spá fyrir Bestu deildina – 9. og 10. sæti: Mosfellingar halda sér en vonbrigði fyrir norðan
433Sport
Í gær

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar