Mirror segir að sérfræðingar segi að fólk eig nú að vera á varðbergi ef höfuðverkur og nefrennsli gera vart við sig.
Áður var hálsbólga eitt algengasta einkenni smits en eftir því sem veiran hefur stökkbreyst hafa breytingar orðið þar á.
Mirror segir að samkvæmt því sem kemur fram í nýjustu tölum frá Zoe Health Study, sem er rannsókn, sem er stöðugt í gangi, þar sem fólk skráir sjúkdómseinkenni sín sjálft, þá séu höfuðverkur og nefrennsli nú algengustu einkennin.
Hnerri er einnig orðin algengari en áður miðað við hósta en þeir sem eru óbólusettir eru nú líklegri til að fá hálsbólgu en þeir sem eru bólusettir.
Einnig hefur dregið úr því að fólk missi bragð- og lyktarskyn.
Þessa dagana eru þetta fimm helstu einkenni COVID-19 smits í Bretlandi:
Nefrennsli
Höfuðverkur
Hnerri
Hálsbólga
Stöðugur hósti