fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Bóluefni gegn krabbameini verða hugsanlega tilbúin fyrir 2030

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. október 2022 05:55

Özlem Türeci og Ugur Şahin. Mynd:Biontech

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bóluefni sem virka gegn krabbameini verða hugsanlega aðgengileg fyrir 2030 að sögn Ugur Sahin og Ozlem Tureci, sem stofnuðu BioNTech fyrirtækið sem þróaði Pfizer-bóluefnið gegn kórónuveirunni.

Sky News skýrir frá þessu og segir að vísindamenn séu hikandi við að nota orðið „lækna“ í tengslum við krabbamein en Sahin og Tureci hafa hugsanlega þróað bóluefni sem getur barist við krabbameinsfrumur og læknað að stórum hluta.

Sahin og Tureci, sem eru hjón, hafa fundið nýjar aðferðir til að takast á við krabbameinsfrumur.

Þau segja að sá árangur sem náðist við notkun mRNA-tækninnar við þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni komi að góðum notum við vinnu við bóluefni gegn krabbameini.

Hefðbundin bóluefni innihalda smávegis af veirunni sem er verið að bólusetja gegn en mRNA-bóluefni notast hins vegar aðeins við erfðauppbyggingu veirunnar.

Þegar þessu er sprautað inn í líkamann getur líkaminn framleitt mótefnisvaka og byggt ónæmiskerfið upp þannig að það geti tekist á við sjúkdóminn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum