fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Pútín í úlfakreppu – „Þetta myndi verða mjög stór ósigur“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. október 2022 05:50

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úlfakreppa, sem getur í versta fallið endað með „hörmungum“ getur orðið stór ósigur fyrir Vladímír Pútín, Rússlandsforseta. Ef lesið er á milli línanna á því sem háttsettir Rússar hafa sagt síðustu daga, þá eru þeir „á rassgatinu“ og standa frammi fyrir slæmri úlfakreppu.

Þetta sagði Claus Mathiesen, lektor við danska varnarmálaskólann, í samtali við B.T.

Hann sagði að til að skilja hvað sé að gerast og hugsanlega þýðingu þess verði að líta aftur til 29. ágúst þegar úkraínski herinn hóf löng boðaða gagnsókn í Kherson. Í fyrstu bárust fréttir um að gott gengi Úkraínumanna á vígvellinum en fyrir um tveimur vikum varð breyting þar á. Þá sögðu Úkraínumenn að þeir vildu ekki að fjallað væri mikið um hvað væri að gerast í Kherson á samfélagsmiðlum.

Mathiesen sagði að þetta megi líklega tengja við vilja þeirra til að viðhalda ákveðnu aðgerðaöryggi, það er að segja að reyna að gera Rússum erfitt fyrir, sem og umheiminum, að fylgjast með hvað sé nákvæmlega að gerast.

Þetta gerir að verkum að lítið hefur heyrst frá Úkraínumönnum um gang mála í Kherson en hins vegar hefur eitt og annað heyrst frá Rússum.

Mathiesen sagði að miðað við viðbrögð Rússa þá megi ráða að Úkraínumönnum gangi enn vel með sókn sína og að skammt geti verið í að þeir nái Kherson á sitt vald.

Hann sagði að aðallega megi ráða þetta af tvennu: Hið fyrra eru ummæli Vladimir Saldo, sem Rússar settu sem héraðsstjóra í Kherson, um að óbreyttir borgarar verði fluttir á brott frá fjórum bæjum við Dnipro ánna og Kherson. Þetta getur að mati Mathiesen bent til að úkraínskt stórskotalið sé komið í skotfæri við þessa bæi.

Hitt atriðið eru ummæli Sergei Surovikin, yfirmanns rússneska heraflans í Úkraínu, sem viðurkenndi á þriðjudaginn að staðan í Kherson sé „ekki auðveld“.  Mathiesen sagði að í raun hafi Surovikin sagt að Rússar séu á rassgatinu. „Þetta hljómar eins og menn séu hernaðarlega séð að undirbúa sig undir að þurfa kannski að láta Kherson af hendi.

Hann sagði að ef gagnsókn Úkraínumanna beri árangur þurfi rússnesku hersveitirnar að reyna að komast á brott með því að halda suður yfir ána Dnipro. Það er hins vegar ekki auðvelt því Úkraínumenn hafa reynt að eyðileggja eins margar brýr og þeir geta. Rússar hafa þurft að koma upp flotbrúm og taka ferjur í notkun vegna þessa en þetta eru ekki öruggar eða skjótfarnar leiðir til að komast yfir ána.

Þetta veldur Rússum miklum vanda að mati Mathiesen sem sagði spurninguna vera hversu lengi þeir þora að bíða áður en þeir hörfa yfir Dnipro. Það muni taka tíma og ef þeir vilji ekki eiga á hættu að hersveitir þeirra í Kherson verði skyndilega umkringdar og neyðist til að gefast upp, þá þurfi þeir að byrja að hörfa ef það á að takast í tæka tíð.

Hann sagði að Rússar standi því frammi fyrir hugsanlegri úlfakreppu – Að vera áfram í borginni eða hörfa.

Ef Rússar missa Kherson borg, sem er höfuðborg í Kherson-héraði, þá eru þeir í þeirri stöðu að þeir eru ekki með höfuðborgir tveggja héraða, sem þeir segjast hafa innlimað, á sínu valdi. Hin er Zaporizjzja.

Ef þeir missa Kherson getur það þýtt harða gagnrýni heima fyrir, sérstaklega frá þeim sem vilja herða stríðsreksturinn. Þetta yrði einnig stór ósigur fyrir Pútín.

Mathiesen sagði að þetta yrði stór ósigur fyrir Pútín en erfitt sé að sjá hvort þetta myndi þá ýta við Rússum um að reyna að finna flöt á samningum við Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“