MLS deildin í Bandaríkjunum hefur gefið út hvað hver leikmaður þénar þar á bæ. Gareth Bale er í 23 sæti yfir launahæstu leikmenn deildarinnar.
Bale fær 38 þúsund pund í föst laun á viku eða rétt rúmar 6 milljónir íslenskra króna. Það er örlítil launalækkun frá síðasta samningi hans.
Bale gekk í raðir LA Galaxy í sumar en hann var áður hjá Real Madrid, hjá Real Madrid þénaði hann 550 þúsund pund á viku eða 90 milljónir króna.
Lorenzo Insigne leikmaður Toronto er í sérflokki og þénar rúma 2 milljarða í árslaun.
Tíu launahæstu leikmenn MLS deildarinnar má sjá hér að neðan.