Síðustu daga hefur Mason Greenwood, framherji Manchester United, dvalið í HMP Manchester-fangelsinu. Nú hefur hann hins vegar verið losaður þaðan gegn tryggingu.
Lögregla handtók Greenwood á laugardag en hann er grunaður um að hafa haft samband við meint fórnarlamb sitt. Á mánudag var svo málið tekið fyrir eftir að ákæra var gefin út.
Greenwood var handtekinn í janúar. Hann er grunaður um kynferðisbrot, heimilisofbeldi og líflátshótanir í garð fyrrum unnustu sinnar.
Hann hafði verið laus gegn tryggingu frá handtöku en var handtekinn á ný um helgina, þar sem hann var sagður hafa sett sig í samband við meint fórnarlamb sitt.
Greenwood mætti á mánudag til að staðfesta nafn sitt, fæðingardag og heimilisfang til að hefja réttarhöldin. Viðstaddir fengu svo að heyra um það sem sóknarmaðurinn er sakaður um.
Eftir stutt hlé var greint frá því að Greenwood yrði áfram í varðhaldi og að hann ætti að mæta fyrir framan dómara í lok nóvember. Í morgun urðu hins vegar vendingar þegar hann varð laus gegn tryggingu. Hann getur því dvalið heima hjá sér fram að réttarhöldum.
HMP fangelsið er sami staður og Benjamin Mendy leikmaður Manchester City var vistaður á og þarna tók Joey Barton út sinn dóm.
Samkvæmt Mirror þá hafa margir af þekktustu morðingjum í sögu Bretlands dvalið þarna.