Bernardo Silva, leikmaður Manchester City, kvartaði mikið yfir dómgæslu helgarinnar er liðið spilaði við Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.
Man City skoraði mark snemma í síðari hálfleiknum og virtist hafa komist yfir en VAR ákvað að dæma brot á Erling Haaland.
Portúgalinn bað um stöðugleika frá dómurunum eftir leik og var alls ekki ánægður með Anthony Taylor sem dæmdi leikinnn.
Eina markið skoraði Mohamed Salah fyrir Liverpool á 76. mínútu eftir frábæra sendingu frá markmanninum Alisson.
Dejan Lovren er fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi leikmaður Zenit í Rússlandi en hann hefur nú nuddað salti í sár Bernardo.
Lovren birti mynd á samskiptamiðla þar sem Silva sést rífa í treyju Salah og segir að það sé biðlisti þegar kemur að treyju Egyptans og að hann sé enn að bíða eftir sinni.