Albert Guðmundsson reyndist hetja Genoa í ítalska bikarnum í kvöld er liðið mætti Spal á heimavelli.
Genoa er komið í 16-liða úrslit bikarsins og mun þar mæta Jose Mourinho og hans lærisveinum í Roma.
Albert gerði eina mark leiksins á 45. mínútu og var það nóg til að tryggja sigurinn.
Annað íslenskt mark var skorað í EFL bikarnum þar sem Jón Daði Böðvarsson lék með liði Bolton.
Jón Daði skoraði fyrsta mark Bolton gegn U21 liði Leeds í 3-0 sigri en var tekinn af velli á 53. mínútu.