Það fóru fram tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en aðeins þrjðu mörk voru skoruð í viðureignunum.
Fyrri leikur kvöldsins fór fram á Amex vellinum, heimavelli Brighton, þar sem Nottingham Forest kom í heimsókn.
Þessi viðureign var alls engin flugeldasýning en liðunum mistókst að koma knettinum í netið í markalausui jafntefli.
Crystal Palace lagði Wolves í síðari leiknum þar sem gestirnir komust yfir með marki Adama Traore.
Eberechi Eze og Wilfried Zaha sáu hins vegar um að tryggja Palace sigur með mörkum í seinni hálfleik.
Brighton 0 – 0 Forest
Crystal Palace 2 – 1 Wolves
0-1 Adama Traore(’31)
1-1 Eberechi Eze(’47)
2-1 Wilfred Zaha(’70)