Draumur Diogo Jota um að vera lykilmaður í liði Portúgal á HM í Katar er úr sögunni vegna meiðsla í kálfa.
Liverpool hefur orðið fyrir blóðtöku en nú er ljóst að Jota verður frá næstu vikurnar. Hann meiddist gegn Manchester City á sunnudag.
Jurgen Klopp stjóri Liverpool greindi frá þessu og sagði frá því að Jota verði ekki með Portúgal á HM í Katar.
„Eftir frábært kvöld á Anfield þá endaði mitt á versta mögulega veg,“ sagði Jota um stöðu málið.
„Á síðustu mínútu þá hrundu draumar mínir. Ég verð sá sem styð félagslið og þjóð á hliðarlínunni. Ég mun berjast til að koma til baka sem fyrst. “
„You’ll Never Walk Alone.“
After such a good night at Anfield mine ended in the worst way ! In the last minute one of my dreams collapsed 💔
I will be one more supporting from the outside, club and country, and fighting to be back as soon as possible 🙏
You’ll Never Walk Alone pic.twitter.com/gKssZSnLZ1— Diogo Jota (@DiogoJota18) October 18, 2022