fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
433Sport

Mikil gleði hjá stuðningsmönnum Arsenal eftir nýjustu tíðindi – Bjartsýni á að semja við þrjá og sérstaklega einn þeirra

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. október 2022 15:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal er vongott um að ná samkomulagi við þrjá unga lykilmenn um nýja samninga þeirra. The Athletic fjallar um stöðu mála.

Bukayo Saka, Gabriel Martinelli og William Saliba eru leikmennirnir sem um ræðir. Allir hafa þeir verið lykilmenn og átt frábært tímabil með toppliði Arsenal það sem af er leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.

Samningar allra leikmanna renna út eftir næstu leiktíð, sumarið 2024. Staða Arsenal er hins vegar sterkust er kemur að Martinelli, en klásúla er í samningi hans um að framlengja hann um tvö ár til viðbótar.

Það er í forgangi hjá Arsenal að semja við Saka. Viðræður við hann eru jafnframt lengst komnar af viðræðum Skyttanna við þremenningana. Þá má færa rök fyrir því að enski landsliðsmaðurinn sé stærsta stjarna Arsenal um þessar mundir.

Þó er bjartsýni á Emirates um að semja við alla þrjá leikmennina sem um ræðir, áður en það verður um seinan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal að stækka við sig

Arsenal að stækka við sig
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu færsluna: Pogba mikill aðdáandi leikmanns United – ,,Goðsögn“

Sjáðu færsluna: Pogba mikill aðdáandi leikmanns United – ,,Goðsögn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arteta staðfestir fréttirnar: ,,Hann verður hérna í næstu viku“

Arteta staðfestir fréttirnar: ,,Hann verður hérna í næstu viku“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slot segir fólki að vara sig á kjaftasögum blaðamanna – ,,Þá eru þeir að ljúga að ykkur“

Slot segir fólki að vara sig á kjaftasögum blaðamanna – ,,Þá eru þeir að ljúga að ykkur“
433Sport
Í gær

Breytingar á knattspyrnulögum á Íslandi – Markverðir fá átta sekúndur

Breytingar á knattspyrnulögum á Íslandi – Markverðir fá átta sekúndur
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Í gær

Saka nálgast – 25 dagar í Real Madrid

Saka nálgast – 25 dagar í Real Madrid
433Sport
Í gær

Stór ensk blöð vitna í „ummæli“ Alberts sem hann lét aldrei falla – „Galið“

Stór ensk blöð vitna í „ummæli“ Alberts sem hann lét aldrei falla – „Galið“