Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Manchester United fyrir hegðun leikmanna félagsins í garð Craig Pawson dómara á sunnudag.
Leikmenn United voru verulega óhressir með Pawson þegar hann dæmdi mark af Cristiano Ronaldo snemma í síðari hálfleik.
Leiknum lauk með markalausu jafntefli en þrátt fyrir mikla pressu United tókst liðinu ekki að skapa sér mörg dauðafæri.
Ronaldo taldi að boltanum hefði verið sparkað í leik en Pawson var á öðru máli og tók markið af.
Leikmenn United hópuðust í kringum Pawson vegna málsins og hrópuðu og kölluðu á hann. Fyrir það er ákæra enska sambandsins sem er líklegt til þess að sekta United vegna málsins.