Kjaftasögur um að Aston Villa væri búið að reka Steven Gerrard fóru á flug í gær. Sögurnar fóru af stað eftir að Gerrard mætti á knæpu í Liverpool.
Gerrard mætti á krá í Liverpool í gær, þar sat hann með ættingjum og vinum og fékk sér í glas.
Samkvæmt Daily Mail var Gerrard ekki verulega drukkinn þó hann hafi aðeins skvett í sig.
Gerrard er tæpur í starfi hjá Villa en liðið hefur ekki byrjað vel á þessu tímabili. Starf hans hangir í raun á bláþræði.
Gerrard tók við sem stjóri Aston Villa fyrir ári síðan og eftir góða byrjun hefur hallað undan fæti.
Mynd af Gerrard á knæpunni í gær eru hér að ofan og neðan.