Liverpool hefur orðið fyrir blóðtöku en nú er ljóst að Diogo Jota verður frá næstu vikurnar. Hann meiddist gegn Manchester City á sunnudag.
Jurgen Klopp stjóri Liverpool greinir frá þessu og segir frá því að Jota verði ekki með Portúgal á HM í Katar.
Um er að ræða alvarleg meiðsli í kálfa. „Þetta er mjög sorglegt,“ sagði Klopp en sagði að Jota þyrfti ekki að fara í aðgerð.
Jota bætist í hóp með Luis Diaz sem verður frá næstu vikurnar en þetta veikir kantstöður Liverpool næstu vikurnar.
Jota hefur verið að koma til baka inn í lið Liverpool og var að finna fyrri styrk þegar hann meiddist á sunnudag.
🗣️ "Very sad news."
Jurgen Klopp confirms Diogo Jota has been ruled out of the World Cup due to injury 🤕pic.twitter.com/7bliYhPHjt
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 18, 2022