Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að drengurinn hafi verið að leik við trampólín í garðinum þegar björninn kom út úr þykku skóglendi á bak við húsið.
„Ég heyrði hann öskra „björn“ og þegar ég leit upp sá ég fótlegg hans í kjafti bjarnarins sem var að reyna að draga hann yfir lóðina,“ sagði Butler í samtali við dagblaðið Republican-American of Waterbury.
Til að reyna að stökkva birninum á flótta kastaði Butler járnstöng í haus hans. Björninn sleppti drengnum þá en greip síðan aftur um hann með klóm sínum og reyndi að velta honum á bakið.
Nágranni, sem hafði heyrt öskrin í drengnum, kom þá hlaupandi inn í garðinn og náði að stökkva birninum á flótta með hávaða.
Butler og drengurinn komust þá inn í húsið en björninn sneri aftur, gekk upp hjólastólarampinn og starði á þá í gegnum netið í hurðinni. „Við héldum að hann myndi koma í gegnum netið. Það er enginn vafi á að mikil ógn stóð af honum,“ sagði Butler.
Skömmu síðar kom lögreglan á vettvang auk starfsmanna frá ráðuneyti orku- og umhverfisverndarmála og skutu þeir dýrið.
Drengurinn var fluttur á sjúkrahús en hann var með áverka á mjöð, för eftir bjarnarklær á bakinu og hafði verið bitinn í fótlegg og ökkla.