fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fréttir

11 skotnir til bana í rússneskum herbúðum – Rússneski herinn stendur frammi fyrir enn fleiri vandamálum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. október 2022 05:55

Rússneskir hermenn á ferð. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn voru að minnsta kosti 11 hermenn skotnir til bana og 15 særðir í herbúðum í Belgorod í Rússlandi. Fórnarlömbin voru sjálfboðaliðar. Það voru tveir nýliðar sem skutu félaga sína til bana eftir að til deilna kom um trúarbrögð. Árásarmennirnir féllu fyrir byssukúlum hermanna. En þetta mál er aðeins eitt af mörgu málum sem rússneski herinn stendur frammi fyrir og sum eru enn stærri.

Að undanförnu hafa sífellt fleiri sögur komið fram um að þeir sem hafa verið kallaðir í herinn hafi verið sendir til Úkraínu eftir að hafa lokið lágmarksþjálfun og með gömul vopn. Sumir hafa einnig þurft að kaupa sér skotheld vesti sjálfir.

Á föstudaginn sagði Vladímír Pútín, forseti, að herkvaðningunni ljúki á næstu tveimur vikum og þá verði búið að kalla 300.000 menn til herþjónustu. Hann sagði einnig að 16.000 af þessum mönnum væru þegar farnir til Úkraínu.

Á sama tíma hafa mörg hundruð þúsund Rússar flúið land til að komast hjá herkvaðningu og aðrir, sem ekki komust á brott, hafa deilt hryllingssögum á samfélagsmiðlum af því sem þeir hafa upplifað á vígstöðvunum.

Ein þeirra frásagna sem hefur vakið mesta athygli kom frá Natalya Loseva, ritstjóra hjá Russia Today, sem er fjölmiðill sem er mjög hallur undir ráðamenn í Kreml. Á Telegram sagði hún að vinur hennar, hinn 28 ára Aleksej Matrenov, sem bjó í Moskvu og starfaði sem skrifstofustjóri hafi verið neyddur í herinn þann 23. september.  Hann hafði ekki neina bardagareynslu. Nokkrum dögum síðar var hann sendur í fremstu víglínu þar sem hann féll 17 dögum síðar. „Herforingjar, hættið að ljúga. Þetta er glæpsamlegt,“ skrifaði Loseva.

Önnur athyglisverð frásögn kom frá Arten Kovrignykh, tvítugum fyrrum starfsmanni McDonald‘s. Hann var kvaddur í herinn og hefur birt upptökur frá þjálfunarbúðum í Belgorod. Washington Post segir að hann hafi í samtali við óháða rússneska miðilinn ASTRA sagt að skömmu eftir komuna þangað hafi ofursti sagt herdeild hans að förinni væri heitið til Úkraínu næsta dag.

Á upptökunum sjást Kovrignykh og fleiri herkvaddir menn ræða þetta við yfirmenn sína og segja þeim að þeir séu ekki tilbúnir, hafi ekki fengið einkennisbúninga, hjálma eða skotheld vesti.

Hann sagði ASTRA að hermennirnir í deildinni hans hafi fengið sumareinkennisfatnað, bakpoka, litla hitabrúsa, skeið, bolla og vopn frá áttunda og níunda áratugnum. Ekki var nóg af skotheldum vestum og hjálmum handa öllum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Íslensk kona í haldi lögreglu á Tenerife eftir blóðuga árás – Gekk í skrokk á tengdamóður sinni og mágkonu

Íslensk kona í haldi lögreglu á Tenerife eftir blóðuga árás – Gekk í skrokk á tengdamóður sinni og mágkonu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Stefán ekki sannfærður um lífsseiga kenningu og nefnir athyglisverð dæmi

Stefán ekki sannfærður um lífsseiga kenningu og nefnir athyglisverð dæmi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Guðbrandur sér fyrir sér ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata

Guðbrandur sér fyrir sér ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sif um kosningarnar – „Kysi ég Pírata gæti atkvæði mitt farið til spillis. En ég gæti þó allavega lifað með sjálfri mér.“

Sif um kosningarnar – „Kysi ég Pírata gæti atkvæði mitt farið til spillis. En ég gæti þó allavega lifað með sjálfri mér.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“