Markvörðurinn Jose Sa hefur spilað úlnliðsbrotinn á nánast öllu tímabilinu eftir að hafa meiðst í ágúst.
Þetta segir Steve Davis, tímabundinn stjóri Fulham, en Sa er gríðarlega mikilvægur Wolves og var frábær á síðustu leiktíð.
Sa meiddist í aðeins öðrum leik Wolves á tímabilinu gegn Fulham og hefur þurft að upplifa mikinn sársauka síðan þá.
,,Þetta sýnir hans karakter. Sem markvörður ertu alltaf í skotlínunni því þú ert aftasti maður,“ sagði Davis.
,,Að hann skuli gera þetta sýnir hversu hugrakkur hann er. Þú þarft alltaf að vera fyrirmynd fyrir aðra, við þurfum á honum að halda.“
Sa meiddist í markalausu jafntefli við Fulham eftir að hafa varið vítaspyrnu frá Aleksandar Mitrovic.