Karim Benzema er besti leikmaður heims árið 2022 en hann fékk Ballon d’Or verðlaunin afhent í kvöld.
Benzema var alltaf líklegastur til að vinna verðlaunin en Sadio Mane, leikmaður Bayern Munchen, var í öðru sæti.
Benzema er 34 ára gamall og leikur með Real Madrid og hefur gert alveg frá árinu 2009.
Frakkinn var ótrúlegur á síðasta tímabili er Real vann Meistaradeildina og skoraði þá 44 mörk í 46 leikjum.
Það er eiginlega ekki hægt að neita því að sóknarmaðurinn hafi átt verðlaunin fyllilega skilið en hann er að vinn þau í fyrsta sinn.
Karim Benzema wins the Ballon d’Or. It’s finally official. ✨ #BallonDOr #Benzema pic.twitter.com/DPaG07e36E
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 17, 2022