fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
433Sport

Einkaviðtal við Kjartan Henry: Stóð á gati eftir ummæli Rúnars – „Uppsögnin sem slík kom mér ekki í opna skjöldu“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. október 2022 19:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudaginn síðasta var Kjartan Henry Finnbogason kallaður afsíðis fyrir æfingu KR þar sem hann var beðinn um að skrifa undir uppsögn á samningi sínum við félagið. Þetta staðfestir Kjartan í samtali við 433.is í dag.

Málið hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum síðan á föstudag þegar Kjartan setti út Twitter færslu þar sem lesa mátti á milli lína að þetta hefði gerst. Kjartan ákvað hins vegar á þeim tímapunkti að svara ekki fyrir færsluna.

Á laugardag fór svo Rúnar Kristinsson þjálfari KR í viðtal á Stöð2 Sport. Þegar hann var spurður út í stöðuna sagði hann að Kjartan ætti ár eftir af samningi sínum. Ætla má að Rúnari hafi átt að vera ljóst að KR hefði tveimur dögum áður rift samningi Kjartans.

„Nei uppsögnin sem slík kom mér svo sem ekki í opna skjöldu, eins og fram hefur komið og talað hefur verið um í sumar þá hef ég lítið spilað eftir ákveðinn viðsnúning í sumar. Ég hef bara byrjað sjö leiki, og vitandi af því hvernig samningur minn var uppbyggður þá fór mig fljótlega að gruna að menn væru mögulega að kokka sig í kringum ákveðið ákvæði í samningnum. Í byrjun október var ég svo boðaður á fund með formanni knattspyrnudeildar þar sem hann tilkynnti mér að félagið ætlaði að nýta sér riftunarákvæði í samningi mínum,“ segir Kjartan í samtali við 433.is.

Viðsnúningur á miðju sumri:

Kjartan lék stórt hlutverk í liði KR fram í byrjun júlí, eftir Evrópuleik í Póllandi virtist allt breytast og hann fór að spila lítið sem ekkert og var ekki alltaf í leikmannahópi KR. Í samningi Kjartans kom fram að ef framherjinn spilaði minna en 50 prósent af mínútum KR í sumar, þá gæti félagið rift samningi hans. Ljóst varð á miðju sumri að KR myndi nýta sér þetta ákvæði en þá fór KR að spila Kjartani minna en áður og sögur um ákvæðið fóru af stað.

„Á fimmtudaginn síðasta var ég svo kallaður afsíðis af framkvæmdarstjóri félagsins, sem einnig er aðstoðarþjálfari liðsins, og ég beðinn um að kvitta undir uppsögn. Ég gerði það,“ segir Kjartan og á þar við Bjarna Guðjónsson.

„Þetta átti sér stað fimm eða tíu mínútum fyrir æfingu, ég var klár í takkaskónum og var á leið út á æfingu þegar ég er kallaður inn í þjálfaraherbergi og beðinn um að kvitta undir uppsögn á samningi. Síðan fór ég bara út og æfði. Í uppsögninni stendur að knattspyrnudeild vænti þess að ég klári þetta tímabil. Ég er samt búinn að skrifa undir uppsögn, þetta er ansi sérstakt.“

Kjartan er KR-ingur í húð og hár, hann ólst upp hjá KR, var seldur í atvinnumennsku, sneri aftur heim og var hluti af sigursælasta liði KR á þessari öld. Hann neitar því ekki að honum finnist kveðjurnar ansi kaldar.

Twitter færslan með skets úr Steypustöðinni á fimmtudag vakti athygli. „Ég svaf á þessu, mér fannst þetta kalt. Ég er fæddur og uppalin KR-ingur, foreldrar mínir greitt æfingargjöld frá fyrsta degi og tekið þátt í KR-starfinu. Það er búið að selja mig tvisvar frá félaginu, ég hef unnið sex titla með KR og er núna sjálfur með tvö börn sem æfa fótbolta með KR. Þannig að já, ég neita því ekki að mér fannst þetta kalt,“ segir Kjartan.

Vísir.is hafði eftir heimildum að Kjartani hefði verið boðinn nýr samningur hjá KR en svo er ekki.

„Það hafa engar samningaviðræður siglt í strand, eins og einhvers staðar hefur komið fram. Það er ekkert svoleiðis, það hafa engar samningaviðræður átt sér stað þó að formaður knattspyrnudeildar hafi látið í ljós áhuga á því á þessum fundi sem hann boðaði mig á í byrjun mánaðarins. En engar slíkar viðræður hafa þó farið fram.“

Stóð á gati eftir ummæli Rúnars:

Þó að uppsögnin sem slík hafi ekki komið Kjartani sérstaklega á óvart þá má þó með sanni segja að málið hafi tekið nýjan snúning á laugardagskvöld þegar Rúnar steig fram tveimur dögum síðar og sagði að Kjartan væri með ár eftir af samningi sínum. Ummæli þjálfarans komu Kjartani á óvart.

„Ég var staddur upp í stúku á leiknum ásamt fullt af fólki, ég vissi ekki af þessu fyrr en ég kom heim. Þá sagði konan mín mér að þjálfarinn hafi sagt í beinni útsendingu að ég ætti ár eftir af samningi mínum. Ég hreinlega átta mig ekki á þessu svari hans, ég skil það ekki, og hef raunar staðið á gati síðan þá. Ég veit bara að félagið hafði út október til að nýta umrætt uppsagnarákvæði og sú heimild var nýtt 13. október, það er staðreynd.  Þess vegna þykir mér þetta svar þjálfarans einstaklega athyglisvert“ segir Kjartan.

Rúnar virðist ekki hafa sagt allan sannleikann á laugardag.
©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

„Ég hef lifað fyrir KR og ég þekki ekkert annað og mér finnst þetta allt saman mjög leiðinlegt. Ég get ekki ímyndað mér annað en að öllum þyki það miður hvernig hlutirnir hafa æxlast. Þetta hefur amk verið mér og mínum nánustu mikil vonbrigði. Mér finnst þetta líka bara allt saman ótrúlega leiðinlegt fyrir klúbbinn í heild. Öll þessi neikvæða umræða. Klúbburinn er nefnilega ekki einn eða tveir menn. Félagið í mínum huga eru allir stuðningsmenn, öll sagan, sjálboðaliðar, allir iðkendur og foreldrar þeirra.“

„En svona er þetta bara og ég er bara að melta allt sem hefur verið í gangi síðustu daga, vikur og mánuði. Ég tók ákvörðun um það í sumar að reyna að tjá mig sem minnst um stöðuna, æfa bara vel og brosa. En eftir þetta viðtal á laugardagskvöld, þar sem þjálfarinn lýsir einhverri allt annari stöðu en uppi er, þá finnst mér hreinlega vitleysan hafa náð nýjum hæðum. Og mér finnst ég eiginlega bara verða að leiðrétta þetta.“

Ætlar að halda áfram:

Kjartan Henry er 36 ára gamall og sýndi framan af sumri að hann á nóg eftir. Hann hefur átt mjög farsælan feril í gegnum tíðina og segir síðustu vikur hafa sett bensín á vélina.

„Eina sem að ég get sagt er að ég er í góðu líkamlegu standi, ég hef æft meira en áður og er sólginn í að spila fótbolta. Það má alveg segja að þetta sé í raun bara olía á eldinn fyrir mig. Ég hef verið atvinnumaður í sautján ár og lent í ýmsu, meðbyr og mótlæti, og ég tel mig hafa heilan helling fram að færa, innan sem utan vallar,“ segir Kjartan sem er staðráðinn í að sanna ágæti sitt innan vallar næsta sumar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fjarvera Hareide í dag vekur athygli – Þorvaldur lætur ekki ná í sig til að ræða framtíðina

Fjarvera Hareide í dag vekur athygli – Þorvaldur lætur ekki ná í sig til að ræða framtíðina
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rosalegir sautján dagar hjá Arne Slot – Sex erfiðir og áhugaverðir l eikir

Rosalegir sautján dagar hjá Arne Slot – Sex erfiðir og áhugaverðir l eikir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir frá rauðu flaggi í fari Ten Hag – Tóku eftir því þegar þeir hittu hann í byrjun tíma hans hjá United

Segir frá rauðu flaggi í fari Ten Hag – Tóku eftir því þegar þeir hittu hann í byrjun tíma hans hjá United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Norska undrabarnið ætlar ekki að færa sig nema að honum verði lofaður spiltími

Norska undrabarnið ætlar ekki að færa sig nema að honum verði lofaður spiltími
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Dregið í umspilið í dag – Mikið undir fyrir íslenska landsliðið

Dregið í umspilið í dag – Mikið undir fyrir íslenska landsliðið
433Sport
Í gær

Romano uppljóstrar því hvaða stöðu Amorim vill kaupa í fyrst

Romano uppljóstrar því hvaða stöðu Amorim vill kaupa í fyrst
433Sport
Í gær

Fékk á sig fúkyrðaflaum fyrir klæðnað í jarðarför Liam Payne – Sagan er hins vegar falleg og hreyfir við fólki

Fékk á sig fúkyrðaflaum fyrir klæðnað í jarðarför Liam Payne – Sagan er hins vegar falleg og hreyfir við fólki