Toni Kroos, leikmaður Real Madrid, tjáði sig á Twitter í gær eftir leik liðsins við Barcelona í La Liga.
Um var að ræða El Clasico viðureignina en Real hafði betur með þremur mörkum gegn einu á heimavelli.
Federico Valverde átti mjög góðan leik fyrir Real en hann skoraði eitt af mörkum liðsins í sigrinum.
Kroos var sjálfur á meðal leikmanna Real og spilaði á miðjunni en hann vildi hrósa liðsfélaga sínum eftir leikinn.
,,Fede Valverde er topp þrír í heiminum þessa stundina,“ skrifaði Kroos á Twitter eins og má sjá hér fyrir neðan.
Fede Valverde top 3 in the world right now
— Toni Kroos (@ToniKroos) October 16, 2022