Alexander Isak, dýrasti leikmaður í sögu Newcastle, mun líklega ekki spila meira fyrir liðið fyrr en eftir HM.
Isak hefur undanfarið verið að jafna sig af meiðslum en fann aftur til á æfingu liðsins í gær og verður lengur frá en búist var við.
Búist var við að Isak myndi snúa aftur í aðallið Newcastle í vikunni en Eddie Howe, stjóri liðsins, hefur staðfest að hann verði frá í ‘dágóðan tíma.’
Það er mikið áfall fyrir Newcastle en HM í Katar byrjar í næsta mánuði og verður Isak líklega ekkert með þar eftir keppnina.
Isak kostaði Newcastle 60 milljónir punda í sumar en hann er 23 ára gamall og lék áður með bæði Dortmund og Real Sociedad.
Um er að ræða meiðsli í læri en Isak hafði byrjað feril sinn með enska félaginu nokkuð kröftuglega.