fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Sindri Snær og Ísidór sagðir hafa rætt um að myrða Guðlaug Þór

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. október 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson, sem sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um skipulagningu hryðjuverka, eru sagðir hafa rætt sín á milli um að myrða Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra. Þetta hefur fullyrðir fréttastofa RÚV og kemur fram að ráðherrann hafi verið kallaður til skýrslutöku vegna málsins.

Sindri Snær og Ísidór hafa setið í gæsluvarðhaldi í næstum fjórar vikur vegna gruns um að þeir hafi verið að skipuleggja árásir meðal annars á Alþingi og árshátíð lögreglumanna.

Þá hafi þeir einnig rætt um að ráðast gegn einstaklingum, til að mynda fyrrverandi og núverandi þingmenn Pírata sem og Gunnar Smára Egilsson, formann framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda