fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Jakob Bjarnar og Mörður í hávaðarifrildi um Guðberg – „Hvaða kjaftbrúk er þetta á stjórnarmanni Ríkisútvarpsins“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 17. október 2022 17:00

Guðbergur Bergsson. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær varð einn fremsti höfundur þjóðarinnar, Guðbergur Bergsson, níræður. Á stórafmælisdag skáldsins lét útgefandi hans, Jóhann Páll Valdimarsson, þessi orð falla á Facebook:

„Athygli mín var vakin á að Guðbergur Bergsson er níræður í dag. Óskiljanlegt að fjölmiðlar skuli ekki hafa gert því skil. Varla eigum við stærri núlifandi rithöfund.“

Engar menningarstofnanir minntust þessara tímamóta með bókmenntadagskrá og fjölmiðlar greindu ekki frá afmælinu. Hins vegar var urmull fólks sem ritaði góð orð um stórskáldið á Facebook í gær, þar á meðal landskunnir rithöfundar.

Guðbergur hefur lengi verið umdeildur en á seinni árum hafa ögrandi skrif hans um til dæmis einelti, femínisma og kynferðisbrot vakið reiði og ef til vill ýtt undir fálæti um verk hans. Guðbergur gaf út smásagnasafn í jólavertíðinni í fyrra sem ekkert var fjallað um í fjölmiðlum. Það lýsir ef til vill Guðbergi vel að níræðisafmæli hans veldur nú hörðum deilum þó að sjálfur hafi hann ekki tjáð sig eitt einasta orð um tímamótin.

Jakob Bjarnar, blaðamaður Vísis, fjallar um tímamótin í frétt í dag og segir:

„Guðbergur Bergsson rithöfundur var níræður um helgina. Svo umdeildur er Guðbergur að ekki einu sinni getur ríkt sæmilegur friður um þau tímamót hans. Á Facebook fór allt í hnút í gær þar sem brigslyrðin gengu á víxl.“

Ekki löngu eftir birtingu fréttarinnar var Jakob Bjarnar sjálfur orðinn þátttakandi í deilunum um skáldið Guðberg og bæði sendi frá sér og móttók brigslyrði. Stefán Pálsson sagnfræðingur deildi frétt Jakobs Bjarnars og skrifaði:

„Hér hefur Jakob Bjarnar tekið saman gríðarlega langa grein með vísunum í fjölda pistla sem hinir og þessir skrifuðu vegna afmælis Guðbergs til að sýna fram á að enginn sé að skrifa um Guðberg á afmælinu. Skrítið.“

Mörður Árnason, íslenskufræðingur og fyrrverandi útvarpsráðsmaður, blandar sér í þessa umræðu og ávarpar Jakob Bjarnar:

„Afhverju gerði Jakob Bjarnar ekki neitt ? — blaðamaður með meira áhrifavald en við almenningur í gjánni ? Undarleg skrif.“

Jakob Bjarnar svaraði þessari athugasemd með miklum þjósti:

„Gerði ekki neitt? Ekki að það skipti neinu andsk máli en ég var reyndar að detta í hús eftir vetrarfrí. Hvaða kjaftbrúk er þetta á stjórnarmanni Ríkisútvarpsins sem er að fá 5 milljarða á ári auk þess að vera beitt skefjalaust á takmarkaðan auglýsingamarkað meðal annars á þeim forsendum að stofnunin fjalli um menningu? Af hverju átti Vísir að „gera eitthvað“?“

Mörður bendir Jakobi Bjarnari á að hann sé ekki lengur í útvarpsstjórn, en umræðurnar má lesa með því að smella á tengilinn hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Þjóðin fer ekki í leikhús til að sjá bókhaldið, hversu vel sem það kann að vera fært“

„Þjóðin fer ekki í leikhús til að sjá bókhaldið, hversu vel sem það kann að vera fært“
Fréttir
Í gær

„Ég hef ýmislegt heyrt og séð í viðræðum en að samninganefndum stéttarfélaga sé sagt að panta tíma hjá forstjóranum, það er algjört met“

„Ég hef ýmislegt heyrt og séð í viðræðum en að samninganefndum stéttarfélaga sé sagt að panta tíma hjá forstjóranum, það er algjört met“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekur upp boltann fyrir Brynjar Karl – „Vil frekar þjálfara með ástríðu en flatan karakter sem mótiverar ekkert“

Tekur upp boltann fyrir Brynjar Karl – „Vil frekar þjálfara með ástríðu en flatan karakter sem mótiverar ekkert“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópur neitar ásökunum um fjárkúgun – „Ef þú skráir þig þarna þá veistu að þú ert að fara að horfa á ólöglegt efni“

Tálbeituhópur neitar ásökunum um fjárkúgun – „Ef þú skráir þig þarna þá veistu að þú ert að fara að horfa á ólöglegt efni“