Sadio Mane var himinnlifandi með sigur Liverpool á Manchester City í gær.
Hinn þrítugi Mane yfirgaf Liverpool fyrir Bayern Munchen í sumar. Hann átti ár eftir af samningi sínum á Anfield.
„Ég er mjög ánægður fyrir hönd strákanna að hafa unnið City,“ segir Mane.
Liverpool hefur verið í vandræðum á tímabilinu og er í áttunda sæti. Ljóst er að 1-0 sigurinn á City í gær gæti þó gefið liðinu mikið.
Mane var á leið í leik Bayern gegn Freiburg þegar Liverpool og City mættust í gær.
„Ég gat ekki horft því við vorum í rútunni,“ segir Mane, en hann skoraði eitt mark í 5-0 sigri Bayern.
Senegalinn telur að Liverpool muni snúa aftur á meðal bestu liða ensku úrvalsdeildarinnar.
„Ég hef mikla trú á strákunum og þjálfarunum og held að þeir komist aftur á toppinn.“