fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
433Sport

Greenwood verður áfram á bak við lás og slá – Réttarhöld halda áfram í nóvember

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. október 2022 13:40

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Manchester og dómstólar þar í borg hafa ákveðið að halda Mason Greenwood á bak við lás og slá. Réttarhöld yfir honum halda áfram í næsta mánuði. Greenwood, leikmaður Manchester United á Englandi, mætti í réttarsal í morgunsárið.

Greenwood var handtekinn í janúar. Hann er grunaður um kynferðisbrot, heimilisofbeldi og líflátshótanir í garð fyrrum unnustu sinnar.

Hann hafði verið laus gegn tryggingu frá handtöku en var handtekinn á ný um helgina, þar sem hann var sagður hafa sett sig í samband við meint fórnarlamb sitt.

Greenwood var í kjölfarið ákærður, en Englendingurinn ungi eyddi síðustu tveimur nóttum í fangaklefa. Sem fyrr segir mætti hann svo í réttarsal í dag, sem og fórnarlamb hans.

Greenwood mætti í dag til að staðfesta nafn sitt, fæðingardag og heimilisfang til að hefja réttarhöldin. Viðstaddir fengu svo að heyra um það sem sóknarmaðurinn er sakaður um.

Eftir stutt hlé var greint frá því að Greenwood yrði áfram í varðhaldi og að hann ætti að mæta fyrir framan dómara í lok nóvember. Hann verður í haldi lögreglu til 21 nóvember þegar málið verður tekið fyrir.

Greenwood hefur hvorki æft né spilað með Manchester United eftir að málið kom upp en félagið heldur áfram að greiða honum rúmar 10 milljónir í laun á viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal að stækka við sig

Arsenal að stækka við sig
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu færsluna: Pogba mikill aðdáandi leikmanns United – ,,Goðsögn“

Sjáðu færsluna: Pogba mikill aðdáandi leikmanns United – ,,Goðsögn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arteta staðfestir fréttirnar: ,,Hann verður hérna í næstu viku“

Arteta staðfestir fréttirnar: ,,Hann verður hérna í næstu viku“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slot segir fólki að vara sig á kjaftasögum blaðamanna – ,,Þá eru þeir að ljúga að ykkur“

Slot segir fólki að vara sig á kjaftasögum blaðamanna – ,,Þá eru þeir að ljúga að ykkur“
433Sport
Í gær

Breytingar á knattspyrnulögum á Íslandi – Markverðir fá átta sekúndur

Breytingar á knattspyrnulögum á Íslandi – Markverðir fá átta sekúndur
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Í gær

Saka nálgast – 25 dagar í Real Madrid

Saka nálgast – 25 dagar í Real Madrid
433Sport
Í gær

Stór ensk blöð vitna í „ummæli“ Alberts sem hann lét aldrei falla – „Galið“

Stór ensk blöð vitna í „ummæli“ Alberts sem hann lét aldrei falla – „Galið“