fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Bílakynlíf hélt vöku fyrir íbúum í Vesturbæ í gær – „Ég hafði það ekki í mér að banka“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 17. október 2022 15:28

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um miðnætti í gær voru Bjarki Ármannsson og eiginkona hans búin að ganga til rekkju er þau heyrðu allt í einu dúndrandi partýtónlist. Þau héldu í fyrstu að einhver í fjölbýlishúsinu þeirra væri byrjaður að halda partý en fljótlega tók Bjarki eftir því að tónlistin kom að utan, nánar tiltekið frá bílaplaninu.

„Þetta var um miðnætti sem er kannski ekkert bilaðslega seint en við vorum bara farin að sofa og hefðum viljað vera sofnuð,“ segir Bjarki í samtali við blaðamann um málið. Bjarki ákvað að kíkja út um gluggann og athuga hvort hann gæti séð hvaðan tónlistin væri eiginlega að koma.

Það var þá sem Bjarki sá bíl í innkeyrslunni að húsalengjunni þeirra. „Tónlistin var í fullum gangi í þessum bíl og hann var bara í gangi. Ég hugsaði að þessi aðili hlýtur að vera bara að stoppa þarna aðeins, hann er kannski að bíða eftir einhverjum, það getur ekki verið að hann ætli að vera hérna lengi, bíllinn er í gangi og ljósin á, hann hlýtur að fara. Ég skreið því aftur upp í rúm og ætlaði að bíða eftir að hann færi,“ segir hann.

„Svo eftir svona tíu mínutur, korter, þegar það var bara lag eftir lag og ekkert að gerast, þá henti ég mér í föt og fór út. Ég ætlaði bara að banka á rúðuna og biðja ökumanninn um að lækka í tónlistinni.“

Sló hann út af laginu

Á leiðinni að bílnum hugsaði Bjarki um hvað gæti verið í gangi og bjó sig undir að tala við fólkið í bílnum. „Ég var alveg tilbúinn í flest, mér þótti mjög líklegt að þetta væri kannski fólk í annarlegu ástandi því hver gerir svona, þetta er svo tillitslaust. Ég ætlaði bara að standa á mínu, banka og segja að þetta gengur ekki,“ segir hann.

„En svo sló þetta mig svo rosalega af laginu þegar ég mætti þarna að ég hafði það ekki í mér að banka.“

Það sem sló Bjarka svona út af laginu var að fólkið í bílnum var þar að stunda kynlíf. „Ég þurfti bara að fara aftur inn og útskýra fyrir konunni að ég væri ekki að fara að trufla þetta fólk og tala við það,“ segir hann. Þá segir hann að ljósin hafi verið kveikt í bílnum, hann hafi því séð næstum allt sem var í gangi í bílnum úr glugganum í íbúðinni.

Þar sem Bjarki vildi ekki trufla fólkið sjálfur ákvað hann að hafa samband við lögregluna og kvarta undan hávaða. „Við gátum ekkert sofið og vorum bara komin aftur á fætur. Við fórum að taka til í stofunni og bíða eftir að þau færu því ég þorði ekkert að fara að tala við þau.“

Vonar bara að það hafi gengið vel hjá þeim

Heimili Bjarka er í Vesturbænum, nánar tiltekið við Hringbraut. „Þetta er umferðargata, það er aldrei ekkert fólk hérna,“ segir hann og bendir á að þarna sé erfitt að fá næði fyrir athafnir sem þessar, miklu betra næði er að finna í grendinni.

„Það er líka svo stutt að fara út á bílastæði á Granda, eða út á Gróttu eða eitthvað. Það er auðvelt að finna næði hérna en nei nei, það var bara innkeyrslan, blokkir báðum megin, skóli hérna á móti, umferð upp og niður götuna allan sólarhringinn og svo dúndrandi tónlist og ljós til að vekja athygli.“

Um hálftíma eftir að Bjarki hafði samband við lögregluna heyrðist ekki lengur í dúndrandi tónlistinni. „Við reyndum að fara aftur að sofa og svo allt í einu tók ég eftir því að tónlistin var farin. Ég athugaði út um gluggann hvort löggan væri nokkuð mætt en þá höfðu þau bara látið sig hverfa. Ég vona bara að það hafi gengið vel hjá þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Þjóðin fer ekki í leikhús til að sjá bókhaldið, hversu vel sem það kann að vera fært“

„Þjóðin fer ekki í leikhús til að sjá bókhaldið, hversu vel sem það kann að vera fært“
Fréttir
Í gær

„Ég hef ýmislegt heyrt og séð í viðræðum en að samninganefndum stéttarfélaga sé sagt að panta tíma hjá forstjóranum, það er algjört met“

„Ég hef ýmislegt heyrt og séð í viðræðum en að samninganefndum stéttarfélaga sé sagt að panta tíma hjá forstjóranum, það er algjört met“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekur upp boltann fyrir Brynjar Karl – „Vil frekar þjálfara með ástríðu en flatan karakter sem mótiverar ekkert“

Tekur upp boltann fyrir Brynjar Karl – „Vil frekar þjálfara með ástríðu en flatan karakter sem mótiverar ekkert“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópur neitar ásökunum um fjárkúgun – „Ef þú skráir þig þarna þá veistu að þú ert að fara að horfa á ólöglegt efni“

Tálbeituhópur neitar ásökunum um fjárkúgun – „Ef þú skráir þig þarna þá veistu að þú ert að fara að horfa á ólöglegt efni“