Liverpool vann stórleikinn í ensku úrvalsdeildinni í gær er liðið spilaði við Manchester City á Anfield.
Lærisveinar Jurgen Klopp hafa verið í töluverðri lægð síðustu vikur og eru langt frá toppsætinu eftir tíu umferðir.
Eitt mark var skorað á Anfield í gær. Það gerði Egyptinn Mohamed Salah þegar 76 mínútur voru komnar á klukkuna.
Salah slapp þá í gegn eftir frábæra sendingu markvarðarins Allison, hljóp upp völlinn og setti boltann framhjá Ederson í marki City.
Myndband af Pep Guardiola, stjóra City, frá því í gær hefur vakið mikla athygli. Hann fór á skeljarnar um leið og Salah slapp í gegn, vissi hvað var í vændum.
Myndband af þessu má sjá hér að neðan.
The way Pep Guardiola went down on his knees after Salah broke free for our goal 🤣
He knew what was coming.
— The Anfield Alert 🔔 (@TheAnfieldAlert) October 17, 2022