fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Svona færð þú meira og betra kynlíf

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. október 2022 22:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig skilgreinir þú kynlíf? Er það einhverskonar skylda? Er það form hreyfingar? Er það félagslegs eðlis? Skemmtun? Tómstundagaman?

Ef svar þitt við síðasta möguleikanum er já, þá er líklegt að kynlíf þitt sé meira viðvarandi og í meira jafnvægi en að meðaltali hjá þeim sem kinka kolli við einhverjum af hinum möguleikunum.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við University of Illinois en þeir skýra frá þessum niðurstöðum sínum í fréttatilkynningu. Þeir segja að þeir sem svara síðasta valmöguleikanum með jái hafi líklega stundað meira kynlíf á meðan heimsfaraldurinn geisaði og að það hafi verið meira fullnægjandi kynlíf en kynlíf annarra.

Rannsóknin byggist á svörum frá 675 fullorðnum Bandaríkjamönnum, Bretum og Kanadamönnum sem svöruðu spurningalista sem Liza Berdychevsky, prófessor, lagði fyrir þá á tímabilinu frá febrúar til maí 2021.

Spurningunum var ætlað að rannsaka hugsanlegt samhengi á milli fullnægjandi kynlífs og þess að telja kynlíf vera tómstundagaman.

En hvað felst í flokkun kynlífs sem tómstundagamans? Í rannsókninni var það skilgreint sem það að fólk líti á kynlíf sem einhverskonar form dægrastyttingar, afslöppunar, til að uppfylla eigin þarfir eða sem hluti af persónulegum þroska.

Berdychevsky segir í fréttatilkynningunni að það að líta á kynlíf sem tómstundagaman hafi áhrif á kynferðislegar hömlur, viðhorf og það sem við gerum. Þetta falli vel að því viðhorfi að líta á kynferðislegt heilbrigði sem mikilvægan hluta af almennri vellíðan og lífsgæðum.

Þátttakendurnir í rannsókninni voru á aldrinum 18 til 76 ára. 66% þeirra voru konur, 30% karlar og 2,2% skilgreindu sig hvorki sem karl né konu. 68% sögðust eiga fastan kynlífsfélaga en 12% voru með „félaga“ þar sem sambandið var lauslegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann