Antony Blinken, utanríkisráðherra, sagði að horfa þurfi á þessa aðstoð í ljósi „grimmdarlegra flugskeytaárása Rússa á óbreytta borgara um alla Úkraínu“. Hann lagði einnig áherslu á „sífellt fleiri sannanir fyrir grimmd rússnesku hermannanna“.
Meðal þess sem verður keypt fyrir peningana eru flugskeyti fyrir HIMARS-kerfin sem Bandaríkin hafa gefið Úkraínu. Þeim er oftast komið fyrir á bílum og segir BBC að á skömmu tíma geti þau skotið sex flugskeytum. Þau drífa allt að 40 km og eru mjög nákvæm.
Einnig verða keypt vopn til að nota gegn skriðdrekum og flugskeyti sem nefnast HARM. Þau leita uppi ratsjárkerfi loftvarnarkerfa og eyða.
Einnig verða keypt lyf og lækningabúnaður fyrir úkraínska herinn.