fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Bandaríkin tilbúin með fleiri vopn fyrir Úkraínumenn – Eiga að gera mikið gagn á vígvellinum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. október 2022 06:59

Himars-kerfið frá Bandaríkjunum í notkun í Úkraínu. Mynd:Twitter/Oleksii Reznikov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ljósi „grimmdarlegra flugskeytaárása á óbreytta borgara“ hafa bandarísk stjórnvöld ákveðið að veita 725 milljónum dollara til aðstoðar við Úkraínu. Peningarnir verða notaðir til að kaupa vopn og skotfæri fyrir úkraínska herinn.

Antony Blinken, utanríkisráðherra, sagði að horfa þurfi á þessa aðstoð í ljósi „grimmdarlegra flugskeytaárása Rússa á óbreytta borgara um alla Úkraínu“. Hann lagði einnig áherslu á „sífellt fleiri sannanir fyrir grimmd rússnesku hermannanna“.

Meðal þess sem verður keypt fyrir peningana eru flugskeyti fyrir HIMARS-kerfin sem Bandaríkin hafa gefið Úkraínu. Þeim er oftast komið fyrir á bílum og segir BBC að á skömmu tíma geti þau skotið sex flugskeytum. Þau drífa allt að 40 km og eru mjög nákvæm.

Einnig verða keypt vopn til að nota gegn skriðdrekum og flugskeyti sem nefnast HARM. Þau leita uppi ratsjárkerfi loftvarnarkerfa og eyða.

Einnig verða keypt lyf og lækningabúnaður fyrir úkraínska herinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana