Martin Odegaard er ekki leiðtogi Arsenal innan vallar að sögn Gabriel Martinelli, leikmanns liðsins.
Odegaard ber fyrirliðaband Arsenal í dag og hefur staðið sig virkilega vel síðan hann kom frá Real Madrid.
Martinelli er þó ekki á því máli að Norðmaðurinn sé leiðtoginn þegar flautað er til leiks heldur er það Granit Xhaka.
Xhaka er miðjumaður líkt og Odegaard en hann bair um tíma fyrirliðabandið á Emirates en þó ekki í dag.
,,Granit segir alltaf mjög jákvæða hluti – að við þurfum að halda áfram, að við þurfum að halda boltanum og komast inn fyrir varnirnar,“ sagði Martinelli.
,,Það eru þannig hlutir sem hann talar um. Hann er sá sem er leiðtogi liðsins á vellinum.“