Richard Keys, fyrrum sparkspekingur Sky Sports, hefur skotið föstum skotum að Roy Keane, núverandi starfsmanni stöðvarinnar.
Keane var harður í horn að taka sem leikmaður og er duglegur að gagnrýna leikmenn sem og þjálfara í sjónvarpi sem spekingur.
Keys starfar nú hjá BeIN Sports ásamt kollega sínum Andy Gray en þeir eru alls ekki með sama frelsi til að tjá sínar skoðanir og Keane.
,,Það er ekki allt í fótboltanum ömurlegt. Það er það hins vegar þegar þú horfir á breskt sjónvarp,“ sagði Keys.
,,Ég hef rætt við Arsene Wenger [fyrrum stjóra Arsenal] og hann sagði við mig: ‘Af hverju er Sky að eyða 1,1 milljarð fyrir þriggja ára sýngarrétt og svo nýta þann tíma til að eyðileggja allt saman?’
,,Hann hefur rétt fyrir sér, ég skil þetta ekki neitt. Ef ég og Andy myndum bjóða upp á smá af þessari gagnrýni fengum við sparkið.“
Keys bætir við að hann þekki aðeins til Keane og fékk að heyra það á sínum tíma er sá síðarnefndi þjálfaði Ipswich.
,,Þegar hann var stjóri Ipswich þá lét Roy mig heyra það. Nú er hann á svarta listanum hjá öllum því hann gagnrýnir allt og alla.“