Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, missti stjórn á skapi sínu í dag er liðið mætti Manchester City á Anfield.
Klopp fékk rautt spjald á 86. mínútu fyrir framkomu í garð Anthony Taylor dómara og viðurkennir sjálfur að um réttan dóm hafi verið að ræða.
,,Úrslitin voru fullkomin og frammistaðan var mjög góð í spennuþrungnum leik,“ sagði Klopp.
,,Við vörðumst svo vel í 99 mínútur og spiluðum vel á köflum. Við skoruðum eitt mark en gátum gert fleiri.“
,,Þeir áttu sín augnablik, sérstaklega í teignum en við gerðum gríðarlega vel. Við unnum næstum öll einvígin.“
,,Að lokum átti ég örugglega skilið að fá rauða spjaldið. Hins vegar í þessari stöðu er ekki hægt að sleppa því að flauta. Eftir allt sem gerðist á vellinum, ég veit ekki hvað Mo Salah þarf að gera til að fá aukaspyrnu.“