fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
433Sport

Guardiola um dómgæsluna: ,,Svona er Anfield“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 16. október 2022 19:11

Guardiola og Klopp.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var ekki beint sáttur með dómgæsluna á Anfield í kvöld.

Liverpool vann 1-0 heimasigur á meisturunum þar sem Mohamed Salah skoraði eina markið í síðari hálfleik.

Fyrir það hafði Man City komist yfir en Anthony Taylor ákvað að dæma markið ógilt sem fór í taugarnar á Spánverjanum.

Brot var dæmt á Erling Haaland eftir að Phil Foden hafði skorað en dómurinn var umdeildur að mati Guardiola.

,,Dómarinn gekk að stjórunum og sagði: ‘Áfram með leikinn, áfram með leikinn.’ Það voru milljón brot í leiknum en eftir að við skorum ákveður hann loksins að dæma. Svona er Anfield,“ sagði Guardiola.

,,Við fengum nóg af tækifærum. Við fengum frábær tækifæri. Við vorum hugrakkir í leiknum og lékum eins og við áttum að gera. Ég hef yfir engu að kvarta eða sé ekki eftir neinu þegar kemur að okkar leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal að stækka við sig

Arsenal að stækka við sig
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu færsluna: Pogba mikill aðdáandi leikmanns United – ,,Goðsögn“

Sjáðu færsluna: Pogba mikill aðdáandi leikmanns United – ,,Goðsögn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arteta staðfestir fréttirnar: ,,Hann verður hérna í næstu viku“

Arteta staðfestir fréttirnar: ,,Hann verður hérna í næstu viku“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slot segir fólki að vara sig á kjaftasögum blaðamanna – ,,Þá eru þeir að ljúga að ykkur“

Slot segir fólki að vara sig á kjaftasögum blaðamanna – ,,Þá eru þeir að ljúga að ykkur“
433Sport
Í gær

Breytingar á knattspyrnulögum á Íslandi – Markverðir fá átta sekúndur

Breytingar á knattspyrnulögum á Íslandi – Markverðir fá átta sekúndur
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Í gær

Saka nálgast – 25 dagar í Real Madrid

Saka nálgast – 25 dagar í Real Madrid
433Sport
Í gær

Stór ensk blöð vitna í „ummæli“ Alberts sem hann lét aldrei falla – „Galið“

Stór ensk blöð vitna í „ummæli“ Alberts sem hann lét aldrei falla – „Galið“