Steinunn Eldflaug Harðardóttir, einnig þekkt sem dj flugvél og geimskip, segir að öllum hljóðfærunum hennar hafi verið stolið og lýsir hún eftir þeim á Facebook. „ROSALEG FUNDARLAUN Í BOÐI“
Steinunn Eldflaug er raftónlistarmaður, plötusnúður, listmálari og tölvuleikjahönnuður sem hefur látið að sér kveða í listaheiminum síðustu ár.
Í færslu á Facebook, sem hún hvetur alla til að deila, birtir hún myndir af hluta þess sem var stolið frá henni.
„Hæbbs, öllum hljóðfærunum mínum, effectum og flightcase var stolið, endilega látið mig vita ef þið verðið þess vör. Af sama stað var stolið myndvarpa, mígrafónum og gítareffectum, laserum og diskóljósum- svo ekki sé nú minnst à Bourbon viskíi. ROSALEG FUNDARLAUN Í BOÐI þjófurinn fer glaður heim-allir meiga deila,“ skrifar hún.