Frenkie de Jong, leikmaður Barcelona, viðurkennir að forseti félagsins, Joan Laporta, hafi sett pressu á hann að yfirgefa félagið í sumar.
Barcelona var og er í miklum fjárhagsvandræðum og reyndi að losa marga leikmenn í sumar en einhverjir vildu ekki fara.
De Jong var einn af þeim en hann var lengi orðaður við Manchester United sem vildi fá hann í sínar raðir.
Hollendingurinn var þó alltaf ákveðinn í að vera um kyrrt og ætlaði að berjast fyrir sæti sínu á Nou Camp.
,,Ég var rólegur. Ég viss í maí að ég vildi vera áfram og ég skipti aldrei um skoðun,“ sagði De Jong.
,,Ég hélt alltaf ró minni en þú vissir að pressan myndi fylgja. Frá fjölmiðlum og líka frá forsetanum, hún var alls staðar. Ég vil hins vegar vera um kyrrt svo þetta hafði ekki áhrif á mig.“